top of page

Stúlkur

Kynþroski stúlkna getur byrjað á aldrinum 8-18 ára. Á þessu tímabili er mikilvægt að muna að ekki erum við öll eins, misstór og misjafnlega fljót að þroskast. 

Á þessum tíma byrja brjóst að myndast hjá stelpum. Það er mismunandi hvenær brjóstin byrja að myndast, þetta getur gerst frá 8-13 ára. Það er algengast að brjóstin byrji að myndast um 10-11 ára aldurinn. 

Þegar það byrja að vaxa hár á líkamanum er það merki um að hann sé að þroskast.

Hár vex á kynfærum (skapahár), á fótleggjum, handleggjum og undir höndum. Þetta er mismunandi eftir einstaklingum hversu mikið af líkamshárum vex og hvenær þau byrja að vaxa, oftast í kringum 9-13 ára.

Svitakirtlarnir verða virkari á kynþroskaárunum. Megin hlutverk svitans er að hafa stjórn á líkamshitanum og losa líkamann við úrgangsefni.

Kynfærin gera konunni kleift að njóta kynlífs með sjálfri sér og/eða öðrum, framleiða egg, vernda og næra frjóvgað egg þar til fóstur er fullþroskað til að fæða barn. 

Kynfæri kvenna skiptast í ytri kynfæri og innri kynfæri (Margrét Héðinsdóttir o.fl., e.d.).

Ytri kynfæri

Innri kynfæri

Sá hluti kynfæranna sem sést utan á líkamanum kallast ytri kynfæri og eru það: Skapabarmar: það er það svæði í kringum leggangaopið. Snípur: Lítið og næmt líffæri sem er fyrir ofan þvagrásaropið. Í snípnum eru mikið af taugaendum sem gerir hann næman fyrir snertingu. Við örvun snípsins fá konur oft fullnægingu. Meyjarhaft: Þunn himna sem hylur leggangaopið við fæðingu. Tilgangur meyjarhaftsins er að verja leggöngin fyrir utan að komandi óhreinindum. Við unglingsárin eru oft lítið eftir af meyjarhaftinu nema smá húðflipar en það sem er eftir fer við fyrstu kynmök. Gæti blætt lítillega þegar meyjarhaftið fer (Margrét Héðinsdóttir o.fl. ,e.d.).

Sá hluti kynfæranna sem eru inn í líkamanum, neðst í kviðarholinu og sjást ekki með berum augum kallast innri kynfæri. Það eru: Eggjastokkar: Þeir eru tveir og geyma eggfrumurnar. Stelpur fæðast með þúsundir eggja í eggjastokknum en þeir byrja ekki að hafa starfa fyrr en á kynþroskatímabilinu. Á þessu tímabili hafa hormón áhrif á eggjastokkana og eggin byrja að þroskast. Eitt egg losnar mánaðarlega út eggjaleiðarann og það er kallað egglos. Eggjastokkarnir eru kallaðir kynkirtlar það sem þeir framleiða kynhormón kvenna, estrógen og prógestrón. Eggjaleiðarar: þeir eru tveir og tengja saman leg og eggjastokkana. Þeir eru svipaðir á breidd og spaghetti og eru 10 cm á lengd. Þeir eru holir að innan og inní þeim eru bifhár sem ýta egginu áfram. Leg: Þetta er holur vöðvi sem getur stækkað mikið. Legið er einn sterkasti vöðvinn í líkama konu og þar vex fóstur eftir getnað þegar kona er barnshafandi. Legháls: Er á mótum legganga og legsog er mjög þröngur. Hann víkkar um 10 cm til að barn komist í gegn við fæðingu. Leggöng: eru hol, teygjanleg göng sem opnast í legið. Leggöng eru um 8-12 cm á lengd. Þau geta stækkað og dregist saman og í gegnum þau fæðist barn (Margrét Héðinsdóttir o.fl., e.d.). Hægt er að lesa meira um ytri og innri kynfæri á heilsuveran.is þið getið nálgast síðuna beint með því að ýta hér 

Egglos, tíðahringur og blæðingar

Mynd. 2

Mynd. 3

Við kynþroska byrja eggjastokkarnir að þroska egg sem eru til staðar í eggjastokkum við fæðingu.

Eðlilegur tíðahringur getur verið frá 21 til 35 dagar. Tíðahringurinn er að meðaltali 28 dagar.

Blæðingar koma einu sinni á hverjum tíðarhring þegar stúlka er orðin kynþroska. Það fer eftir lengd tíðarhringsins hversu langt er á milli blæðinga en hjá flestum konum koma þær mánaðarlega. Hægt er að lesa meira um egglos, tíðahring og blæðingar á heilsuveran.is þið getið nálgast síðuna beint með því að ýta hér (Margrét Héðinsdóttir o.fl., e.d.).

Mynd. 4

© 2023 by Name of Site. Proudly created with Wix.com

  • Facebook Social Icon
  • Twitter Social Icon
  • Google+ Social Icon
bottom of page