Fræðsla
Unglingsárin eru eitt mesta mótunar- og breytingartímabil á ævi mannsins. Þetta tímabil kallast kynþroskaskeið eða gelgjuskeið og getur átt sér stað á aldursbilinu níu til sautján ára eða þegar barn breytist í fullorðinn einstakling. Kynþroski hefst oftast fyrr hjá stúlkum en drengjum og þroskast þær oft hraðar en þeir.
Breytingar verða talsverðar á unglingsárunum, ungmennin taka minna þátt í hinum hefðbundnu leikjum, pæla meira í hlutunum og prófa sig áfram. Kynþroski getur reynst þeim erfiður, líkaminn breytist, líkamshlutar stækka, bólur byrja að myndast og samskipti við aðra geta orðið flóknari. Oft fara unglingarnir að hugsa meira út í hvernig þeir eiga að reyna að heilla hitt kynið og eru uppteknir af sjálfum sér. Á þessum árum fer að færast í aukana að unglingar fara að prófa sig áfram eins og til dæmis í tengslum við kynlíf og er því mikilvægt að hefja kynfræðslu á þessum árum, bæði heima fyrir og í skólum.