top of page

Sjálfsmynd

Sjálfsmynd er sú hugmynd sem við höfum um sjálfan okkur. Hún er það sem við vitum um hver við erum, ,,svona er ég’’. Við skynjum, framkvæmum, hugsum og finnum til á okkar einstaka hátt. Við erum ein að búa yfir reynslu okkar og skynjun, það er hægt að segja öðrum frá reynslu sinni en engin trygging er fyrir því að öðrum finnist það sama eða finni til á sama hátt. Þannig skynjum við okkur aðgreinda frá öðrum. Sjálfsmyndin er ekki aðeins mynd sem við höfum af sjálfum okkur heldur er hún einnig grunnur að þeirri mynd sem aðrir hafa af okkur. Þannig geta aðrir séð jákvæða mynd af manni, og við sjálf neikvæða eða öfugt. Álit okkar og annarra getur farið saman og verið jákvætt eða neikvætt. Sjálfsmyndin þróast smátt og smátt, á fyrstu árum ævinnar þróast hún hraðast en hún er í stöðugri mótun alla ævi (Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal, 2010).

Mynd. 6

© 2023 by Name of Site. Proudly created with Wix.com

  • Facebook Social Icon
  • Twitter Social Icon
  • Google+ Social Icon
bottom of page