
Völvan
Völvan er heimasíða á Facebook, hún hefur opnað mikilvæga umræðu um píkur og væri gott og gagnlegt að kynna þessa heimasíðu fyrir nemendum á unglingadeild. Með því að ýta hér þá komist þið beint á vefsíðu Völvunar.
Mynd. 9

Alls kyns um kynferðismál
Alls kyns um kynferðismál er teiknuð stuttmynd um kynferðismál. Rætt er um hugtök eins og kynlíf, kyn, kynvitund og kynhneigð. Það má nálgast þessa stutt mynd með því að ýta hér.
Mynd. 11

Ástráður
Þessi vefsíða er á vegum læknanema. Læknanemarnir mæta í grunn- og framhaldsskóla og eru með kynfræðslu og öllu sem tengist því. Það er hægt að hafa samband við þá í gegnum heimasíðuna ef það eru spurningar sem brenna á vörum ykkar eða jafnvel fá þá til að koma í skólann og vera með kynningu.
Þú getur nálgast heimasíðu Ástráðs með því að ýta hér.
Mynd. 13

Mynd. 10
Sjúk ást
Sjúk ást er framtak á vegum Stígamóta. Þetta er ákall til menntamála um bætta kynfræðslu í skólum. Þau vilja fá meiri fræðslu um samskipti, mörk og ofbeldi í kynfræðslu. Þetta er virkilega flott framtak hjá þeim og það er hægt að nálgast ýmiskonar fræðslu á vef þeirra. Þú getur nálgast vef þeirra með að ýta hér.

Mynd. 12
Kynfræðsluvefurinn
Kynfræðsluvefurinn er vefsíða á vegum námsgagnastofnunnar. Þar getur þú skoðað allskonar fræðsluefni um hvernig breytingar verða á líkamanum við kynþroska, líffæri sem tengjast því og einnig fræðst um getnað, kynlíf, kynhneigð o.fl.
Þú getur nálgast vef þeirra með því að ýta hér.