Hugmyndir að verkefnum
Hæfniviðmið
Hæfniviðmiðum er samkvæmt námskrá skipt í þrennt reynsluheimur, hugarheimur og félagsheimur. Samkvæmt reynsluheimi eiga nemendur að skilja veruleika sinn eins og til dæmis í tengslum við kynjafræði og siðferði. Í hugarheimi er sjálfsmynd mikilvæg eða hæfni nemenda til að átta sig á sjálfum sér og öðrum til dæmis heilbrigði og velferð, staðalmyndir, jafnrétti, lífsviðhorf, fyrirmyndir og fleira. Samkvæmt félagsheimi eru samskipti mikilvæg eða hæfni nemenda til að mynda og þróa tengsl við aðra, dæmi um það er kynheilbrigði, jafnrétti, virðing, vinátta, umhyggja og velferð, ofbeldi og fleira (Aðalnámskrá grunnskóla, 2013).
Kveikjur
Með kveikju er átt við þá aðferð sem kennari ætlar að nota til að kveikja áhuga nemenda á komandi verkefni.
Kveikjan örvar hugmyndaflug nemenda, vekur áhuga á viðfangsefninu og dregur fram þekkingu þeirra á því efni sem fjallað er um
(Lilja M. Jónsdóttir, 2002). Hér til hliðar má sjá PDF skjal með dæmi um kveikju.
Að nota súrrealistiskar aðferðir til að efla gagnrýna hugsun
Rakst á skemmtilegt verkefni sem Ása Helga Ragnarsdóttir hefur samið í tengslum við hvernig hún kennir kynfræðslu. Hér til hliðar má sjá verkefni Ásu.
Veggjakrotsaðferðir
Veggjakrotsaðferðir henta vel til að virkja alla nemendur. Það eru til margar aðferðir og þær má nota á öllum skólastigum (Ingvar Sigurgeirsson, 2016). Hér til hliðar má sjá PDF skjal með útskýringum á veggjakrotsaðferðinni.
Paravinna
Paravinna er góð leið til að kynna nemendum fyrir hvað felst í hlutverkaleik (Anna Jeppesen og Ása Helga Ragnarsdóttir, 2004). Hér til hliðar má sjá PDF skjal með útskýringum á veggjakrotsaðferðinni.
Sérfræðingar
Þessi aðferð á vel við þegar unnið er út frá námsefni sem byggist á umræðum og þekkingarleit til lausnar á raunverulegum vandamálum (Anna Jeppesen og Ása Helga Ragnarsdóttir, 2004). Hér til hliðar má sjá PDF skjal með útskýringum á aðferðinni sérfræðingar.
Hópaverkefni
Þetta kennsluverkefni var notað í vettvangsnámi í Háteigsskóla árið 2017. Ég fékk leyfi til að nota það frá samnemendum mínum Hörpu Bergþórsdóttur og Margréti Erlu Björgvinsdóttur. Í þessu verkefni er farið í hópaverkefni (Harpa Bergþórsdóttir og Margrét Erla Björgvinsdóttir, 2017). Hér til hliðar má sjá PDF skjal með verkefni þeirra um hópaverkefni.
Tónlistarverkefni
Þetta kennsluverkefni var notað í vettvangsnámi í Háteigsskóla árið 2017. Ég fékk leyfi til að nota það frá samnemendum mínum Hörpu Bergþórsdóttur og Margréti Erlu Björgvinsdóttur. Í þessu verkefni er farið í tónlistarverkefni (Harpa Bergþórsdóttir og Margrét Erla Björgvinsdóttir, 2017). Hér til hliðar má sjá PDF skjal með verkefni þeirra um tónlistarverkefni.
Leikrænt ferli 2
Þetta kennsluverkefni var notað í vettvangsnámi í Háteigsskóla árið 2017. Ég fékk leyfi til að nota það frá samnemendum mínum Hörpu Bergþórsdóttur og Margréti Erlu Björgvinsdóttur. Í þessu verkefni er farið í leikrænt ferli (Harpa Bergþórsdóttir og Margrét Erla Björgvinsdóttir, 2017). Hér til hliðar má sjá PDF skjal með leikrænu ferli .
Samviskugöng
Það má nota þessa aðferð við margskonar tækifæri og hentar þetta vel fyrir kynfræðslu (Anna Jeppesen og Ása Helga Ragnarsdóttir, 2004). Hér til hliðar má sjá PDF skjal með útskýringu um samviskugöng.
Fiskabúrsaðferð
Fiskabúrsaðferð gefa nemendum tækifæri til að vera þátttakendur í samræðum og virkir hlustendur (Ingvar Sigurgeirsson, 2016). Hér til hliðar má sjá PDF skjal með útskýringu á Fiskabúrsaðferðinni.
Hlutverkaleikir
Hlutverkaleikir, sem flokkast undir innlifunaraðferðir, eru mikilvægir í þroskaferli nemenda (Anna Jeppesen og Ása Helga Ragnarsdóttir, 2004). Hér til hliðar má sjá PDF skjal með útskýringum á hlutverkaleikjum.
Kyrrmyndir
Kyrrmyndir eru einfaldasta útfærslan á hlutverkaleik. Þar taka nemendur að sér hlutverk og stilla sér upp sem kyrrmynd í ákveðnum tilgangi (Anna Jeppesen og Ása Helga Ragnarsdóttirs, 2004). Hér til hliðar má sjá PDF skjal með útskýringum á kyrrmyndum.
Spuni
Spuni er hlutverkaleikur þar sem þátttakendur ráða töluverðu um framvinduna, þeir ákveða gjarnan hverjir þeir eru, hvar þeir eru og koma með hugmynd að atburðarás (Anna Jeppesen og Ása Helga Ragnarsdóttir, 2004). Hér til hliðar má sjá PDF skjal með útskýringum á kyrrmyndum.
Innri raddir
Innri raddir fá fram hugsanir og tilfinningar persónunnar sem túlkuð er, innri raddir hennar, oft hugsanir sem persónan á í erfiðleikum með að túlka. Þetta dýpkar skilning hópsins á því hvernig persónunni líður (Anna Jeppesen og Ása Helga Ragnarsdóttir, 2004). Hér til hliðar má sjá PDF skjal með útskýringum á innri röddum.
Þankahríð og umræða
Þetta kennsluverkefni var notað í vettvangsnámi í Háteigsskóla árið 2017. Ég fékk leyfi til að nota það frá samnemendum mínum Hörpu Bergþórsdóttur og Margréti Erlu Björgvinsdóttur. Í þessu verkefni er farið í þankahríð og umræðu (Harpa Bergþórsdóttir og Margrét Erla Björgvinsdóttir, 2017). Hér til hliðar má sjá PDF skjal með verkefni þeirra um þankahríð og umræðum.
Leikrænt ferli 1
Þetta kennsluverkefni var notað í vettvangsnámi í Háteigsskóla árið 2017. Ég fékk leyfi til að nota það frá samnemendum mínum Hörpu Bergþórsdóttur og Margréti Erlu Björgvinsdóttur. Í þessu verkefni er farið í leikrænt ferli (Harpa Bergþórsdóttir og Margrét Erla Björgvinsdóttir, 2017). Hér til hliðar má sjá PDF skjal með leikrænu ferli .
Umræður
Umræður eru mikilvægar í kynfræðslu, hér til hliðar er PDF skjal með hugmyndum af umræðum og hvernig skal framkvæma þær.
Padlet
Padlet er síða sem hægt er að nota í kennslu. Þetta er svipað og að búa til veggspjald nema í gegnum tölvu. Þessi síða er virkilega skemmtileg og gaman að nota í kennslu, hér til hliðar er PDF skjal með upplýsingum um Padlet.
Verkefnablað
Hér til hliðar má finna PDF skjal með verkefnablaði, nemendur geta unnið í því þegar þeir eru búnir með önnur verkefni en það má líka nota það sem kveikju.
Orðarugl
Hér til hliðar má finna PDF skjal með orðarugli. Það er hægt að nota það til dæmis þegar nemendur hafa lokið við önnur verkefni eða sem kveikju.