top of page

Kynfræðsla

Þessi síða er hluti af B.Ed. lokaverkefni mínu í grunnskólakennarafræðum við Háskóla Íslands. Við vinnslu þessa lokaverkefnis var lagt af stað með það að leiðarljósi að búa til heimasíðu fyrir kennara sem sjá um kynfræðslu á unglingastigi. Það hlýtur að skipta miklu máli að hafa fjölbreytt verkefni fyrir kennara til að vinna með nemendum sínum. Unglingsárin geta verið strembin og sjálfsmynd er oft brotin og því mikilvægt að hlúa að unglingnum, styrkja hann og styðja. Jákvæð og opinská kynfræðsla er hluti af því. Heimasíða þessi er framlag í umræðuna og er vonandi hentug fyrir kennara sem koma að kynfræðslu unglinga. Heimasíðan inniheldur fjölda ólíkra verkefna sem kennarar geta valið úr.   

Mynd. 1

© 2023 by Name of Site. Proudly created with Wix.com

  • Facebook Social Icon
  • Twitter Social Icon
  • Google+ Social Icon
bottom of page