top of page

Breytingar

Á kynþroskaskeiðinu gengur unglingurinn í gegnum miklar breytingar líkamlega eins og áður er getið. Kynþroskinn getur verið mismunandi og byrjað á mismunandi tíma hjá einstaklingum. Það helsta sem veldur breytingum á líkamanum er hormón. Hjá stúlkum sendir heiladingull frá sér hormón sem örvar eggjastokkana til að framleiða estrógen. Hjá drengjum sendir heiladingullinn hormón frá sér sem örvar eistun til að framleiða testósterón sem er kynhormón karla. Helstu breytingar stúlkna á líkamanum eru að brjóstin stækka, mjaðmir breikka, hraðari líkamsvöxtur, hárvöxtur við kynfæri, innri og ytri kynfæri stækka og breytast, svitamyndun eykst, húðin verður feitari, blæðingar byrja, tilfinningar verða ákafari og útferð getur komið frá leggöngum.

Helstu breytingar hjá drengjum eru að eistun, typpið og pungurinn stækka, hárvöxtur eykst á líkamanum, röddin verður dýpri, vöðvar stækka, hraðari líkamsvöxtur, eistum framleiða milljónir sáðfruma, húðin verður feitari, svitamyndun eykst, tilfinningar verða ákafari og tímabundin stækkun undir geirvörtum hjá sumum strákum (Embætti landlæknis, 2014).

© 2023 by Name of Site. Proudly created with Wix.com

  • Facebook Social Icon
  • Twitter Social Icon
  • Google+ Social Icon
bottom of page